Ný könnun
Enn hækkar fylgi Samfylkingar sem mælist nú 27 prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu og hefur nærri þrefaldast frá síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstur með nítján prósent. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna og stendur nú í 35 prósentum.