Ísland í dag - Ekki mikið fyrir Hollywood-veislurnar

Það er nóg um að vera hjá leikaranum góðkunna Jóhannesi Hauki Jóhannessyni þessa dagana. Hann er fjölskyldufaðir í Laugardalnum með eiginkonu, þrjú börn og hund. Á milli þess sem hann útbýr nestibox og labbar með hundinn þeysist hann heimshorna á milli til að leika í bíómyndum og sjónvarpsþáttum með stærstu stjörnum samtímans. Hann virðist þó ekki mikla þetta fyrir sér og segist hafa byggt upp ferilinn með því að einbeita sér að einu markmiði í einu, að hugsa aldrei of langt fram í tímann. Frosti Logason hitti Jóhannes þar sem honum líður best, í Laugardalnum og fékk leikarann til að fara yfir viðburðarríkan feril og til að spá í framtíðina

1570
10:59

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.