Tugir fórust í jarðskjálfta
Minnst fjörutíu og tvö eru látin og hundruð slösuð eftir að jarðskjálfti sem mældist sex komma tveir reið yfir á Sulawesi-eyju í Indónesíu í nótt. Björgunarfólk hefur leitað að fólki í húsarústum í allan dag en þrjú hundruð hús hið minnsta skemmdust í skjálftanum.