Ók á móti umferð í nýju hringtorgi

Það mun taka ökumenn nokkurn tíma að venjast nýju hringtorgi við Biskupstungnabraut á Selfossi ef marka má uppákomu á torginu í dag. Ökumaður fólksbíls ók út úr hringtorginu gegn umferð og mætti þar stærðarinnar vörubíl. Nokkur bílaröð myndaðist en vörubílstjórinn var fljótur að bjarga málum. Hann vippaði sér úr vörubílnum og bakkaði fólksbílnum aftur inn á hringtorgið fyrir bílstjórann áttavillta sem gat haldið áfram ferð sinni.

334
00:35

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.