CS Nostalgían - Carlito á eldi gegn KotR

Vísir og Andri Freyr Ríkarðsson sýna að þessu sinni viðureign KotR og shocK frá árinu 2005. Spilað var á LAN-mótinu IEL (Icelandic eSports League), sem var haldið í gamla bókasafninu í Hafnarfirði af stjórnendum eSports.is. Þessi tiltekni leikur fór fram í riðlakeppni og var spilaður í kortinu Train. Leikmennirnir í KotR voru þekktir fyrir gríðarlega hittni og mikla snerpu. Það var hins vegar fyrrum leikmaður Hate og þáverandi liðsmaður shocK sem stal senunni. Leikmaðurinn Carlito var hreint út sagt á eldi og braut t.a.m. 35 stiga múrinn í fyrri hálfleik. Fyrrum liðsmaður MurK, goðsögnin knifah, og félagar hans í KotR fengu ekki rönd við reist og sáu sjaldan til sólar í þessari rimmu. Liðsmenn KotR: knifah, Madness, RoboCop, SacK, Wilson. Liðsmenn shocK: azaroth, Carlito, deluxs, TEsA, zickfunka. Athugið að síðasta mínúta leiksins vantar.

752
41:24

Vinsælt í flokknum Rafíþróttir