Undirbúningur hafinn fyrir gamlárskvöld á Times Square
Undirbúningur fyrir gamlárskvöld er kominn á fullt á Times torgi í New York. Borgarstarfsmenn byrjuðu um miðja viku að setja upp ljósaskilti sem á mun standa 2024 og kveikt verður á, á miðnætti á nýársnótt.