Mikill viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli

Eftirlíkingar af skotvopnum, flugeldar og vökvi, sem lögregla er með til rannsóknar, fundust í pakka um borð í fragtflugvél flutningafyrirtækisins UPS sem var lent á Keflavíkurflugvelli í gærkvöld vegna sprengjuhótunar. Hótunin barst UPS í Bandaríkjunum og var áhöfn látin vita sem óskaði eftir lendingarleyfi. Keflavíkurflugvelli var lokað í nokkrar klukkustundir og lenda þurfti fimm vélum í Skotlandi, á Akureyri og Egilsstöðum. Mikill viðbúnaður var á vellinum þegar flugvélin var rýmd á flugbraut og síðan færð á svæði fjarri flugstöðinni þar sem srengjusérfræðingar fóru um borð og fundu pakkann. Rannsókn á málinu er í höndum bandarískra og íslenskra yfirvalda.

29
00:49

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.