Reynt að koma háhyrningnum á flot
Unnið er að því að koma ungum háhyrningi sem hefur setið fastur innan Gilsfjarðarbrúar til bjargar og aftur út á sjó. Flóð er á svæðinu núna á milli klukkan sex og sjö og verður þá gerð tilraun til að fleyta dýrinu út í fjörðinn. Segli hefur verið komið undir háhyrningnum og flotbelgir festir sitthvorum megin við hann. Háhyrningurinn hefur verið fastur í Gilsfirði í nokkra daga. Ekki er um sama dýr að ræða og festist í firðinum í síðustu viku og var bjargað á laugardag.