Unnar Már osteopati - heilbrigt stoðkerfi og mobility

Unnar Már Unnarsson er osteopati sem á og rekur Osteo heilsumiðstöð sem er staðsett í Granda 101. Osteopatía nálgast líkamann útfrá heildrænni nálgun þar sem leitað er að rót vandans eða verksins í í öllu sem kemur til greina. Svefn, streita, líkamsbeiting, líkamsstaða, andlega hliðin og vinnuaðstaða. Það gefur skjólstæðingnum og meðferðaraðila stóran verkfærakassa í meðferðum. Hér tölum við um allskyns fyrirbyggjandi sveigjanleika æfingar til að koma í veg fyrir meiðsl. Hvernig við getum losað upp stífa liði og vöðva til að fá stærri hreyfiferil í vöðvann og þannig náð meiri árangri í æfingunum. Hvernig getum við virkjað betur tengsl hugar við vöðva sem oft eru “sofandi” eins og rass, iljar og brjóstvöðvi. Unnar er hafsjór af fróðleik og þó ég hafi reynt að mergsjúga allt úr honum þá er nóg eftir fyrir annað viðtal í framtíðinni.

130
55:51

Vinsælt í flokknum Heilsuvarpið