Jólasögur úr borginni - myndband Eflingar

Vissir þú að í eldhúsum borgarinnar er starfsfólk á lágmarkslaunum skikkað til að henda afgangs mat í ruslið? Þetta kemur fram í nýju myndbandi Eflingar stéttarfélags. Jóhanna og Ingibjörg sjá um að eldra fólk borgarinnar fái að borða á aðventunni sem og alla aðra daga ársins. Þær hafa áratuga starfsreynslu á sínu sviði og fá fyrir sitt mikilvæga framlag bæði svívirðilega lág laun og óviðunandi virðingarleysi frá atvinnurekenda sínum Reykjavíkurborg. Þær eiga skilið mannsæmandi laun! Er það ekki sanngjörn krafa? er spurt í myndbandi Eflingar.

2819
03:37

Vinsælt í flokknum Fréttir