CS Nostalgían - Ísland leikur gegn ógnarsterkum Svíum

Vísir og Andri Freyr Ríkarðsson loka landsleikja-syrpunni á svipuðum nótum og hún hófst fyrir fimm vikum síðan, þ.e.a.s. með viðureign Íslands og Svíþjóð, en að þessu sinni frá árinu 2005 í stað ársins 2002. Fáar þjóðir hafa alið af sér jafn marga góða CS-spilara eins og Svíþjóð. Það er t.d. ógjörningur að setja saman lista yfir þá bestu í gamla góða CS án þess nefna nokkra Svía á nafn. Eins og fyrri daginn þá var sænska landsliðið ógnarsterkt. Allir leikmennirnir voru atvinnu CS-spilarar sem léku með liðunum NiP, SK og NoA á glæstum ferlum sínum. Landslið þeirra árið 2005 var t.a.m. með leikmenn á borð við Zet, en hann vann fjölmörg stórmót með félagsliðum sínum í gegnum tíðina. Það var því erfitt verkefni sem strákarnir okkar áttu fyrir höndum fyrir 17 árum síðan. Samkvæmt heimildum Andra þá spilaði íslenska landsliðið með þrjá leikmenn úr Ice og tvo leikmenn úr SeveN. Eitruð blanda þar á ferð. Liðsmenn íslenska landsliðsins: andrig, denos, entex, SkaveN, sPiKe. Liðsmenn sænska landsliðsins: BULLEN, KIXER, MAGIX, RED, ZET.

206
36:26

Vinsælt í flokknum Rafíþróttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.