Betri helmingurinn með Ása - Kjartan Logi Ágústsson og Þórhildur Magnúsdóttir

Í þessum 57. þætti átti ég frábært & forvitnilegt spjall við hjónin Þórhildi Magnúsdóttur og Kjartan Loga Ágústsson. Þórhildur heldur úti Instagram-reikningnum vinsæla Sundur & Saman þar sem hún fjallar til dæmis um sambönd og samskipti í samböndum en hún heldur einnig námskeið og hjálpar fólki að bæta sambandið, saman & í sitthvoru lagi. Kjartan starfar í dag sem læknir og er hann í sérnámi í röntgenlækningum. Þórhildur & Kjartan hafa vakið athygli á undanförnum misserum en eru þau opinská með það að hafa opnað sambandið sitt fyrir um fjórum árum síðan og eru í dag í fjölásta eða í poly-sambandi. Þórhildur og Kjartan kynntust á fyrsta árinu sínu í MR og byrjuðu hjólin fljótt að snúast og töluðu þau um að þau hefðu fljótt verið orðin “Klessupar” en bjó Þórhildur á þessum tíma í Keflavík og var þá oft henntugara að gista hjá Kjartani í staðin fyrir að keyra stanslaust fram og til baka. Í dag eru þau búin að vera gift í 9 ár og eiga saman tvo stráka. Í þættinum ræddum við allt milli himins og jarðar en þar á meðal tókum við umræðuna um fjölásta sambönd og hvernig hugmyndin kviknaði hjá þeim að opna þeirra samband á sínum tíma. Þá ræddum við einnig mikilvægi þess að sambönd séu á góðum stað þegar farið er útí að opna það, hræðslu samfélagsins við umræðuna um poly-sambönd, mikilvægi þess að gefa sér tíma í að sinna samböndum og deildu þau með mér skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal spontant ákvörðun Kjartans um að bóka utanlandsferð í miðri tjaldútilegu.

817
00:36

Vinsælt í flokknum Betri helmingurinn með Ása

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.