John Hughes-myndirnar sturlað óviðeigandi í dag

Heiðar Sumarliðason tók eftir því að Netflix býður upp á þrjár klassískar John Hughes-myndir þessa dagana. Sixteen Candles, The Breakfast Club og Ferris Bueller´s Day Off. Líkt og svo margir aðrir elskaði hann myndir Hughes og ákvað því að gera einn krúttlegan nostalgíuþátt. Hinsvegar voru myndirnar svo brjálæðislega óviðeigandi (þó mis óviðeigandi) að hann neyddist til að skipta um kúrs. Hann fékk Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur til að kíkja á herlegheitin og hér má heyra þau ræða það sem fyrir augu bar. Te og kaffi og Kvikmyndaskóli Íslands bjóða upp á Stjörnubíó.

801
54:58

Vinsælt í flokknum Stjörnubíó