Betri helmingurinn - Sigurjón Ernir Sturluson og Simona Vareikaité

Hlaupagarpurinn og þjálfarinn Sigurjón Ernir Sturluson mætti til mín í áhugavert og stórskemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi Simonu Vareikaité. Sigurjón er afreksmaður í utanvegahlaupum en hefur hann lengst hlaupið hvorki meira né minna en 147 kílómetra og í hækkun í þokkabót. Sigurjón rekur einnig líkamsræktarstöðina UltraForm sem er hugmynd sem byrjaði í bílskúrnum hjá honum 2017 en eru þau nú með tvær stöðvar í fullum gangi og fara ört stækkandi. Simona er Litháensk að uppruna og fluttist til íslands 14 ára gömul. Hún er einnig með hlaupabakteríuna og hljóp nýlega sitt fyrsta 100 kílómetra hlaup. Í dag sér hún svo um rekstur og bókhald á stöðinni þeirra UltraForm. Það kemur kannski fæstum á óvart að þau Sigurjón og Simona hittust fyrst í ræktinni en voru þau um tíma bæði að stunda Bootcamp en var það einmitt þar sem þau sáust fyrst. Það leið þó dágóð stund þar til þau fóru að stinga saman nefjum en hlutirnir fóru að gerast þegar Simona fann Sigurjón einann fyrir utan Austur eitt örlagaríkt kvöld. Síðan þá hefur margt vatn runnið til sjávar og eiga þau í dag litla stelpu og reksturinn í blóma. Í þættinum fórum við um víðan völl en ræddum við meðal annars um æskuárin og hvernig þau mótuðu þau, heilsuna, fjallahlaupin, hvernig það er að vinna með maka sínum, rómantíkina ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð, þar á meðal þegar Sigurjón þrjóskaðist við að kaupa hillur inná heimilið.

908
03:13

Vinsælt í flokknum Betri helmingurinn með Ása