Lögreglan í Berlín handtók í dag mann eftir að hann ók bíl sínum á hliðið fyrir utan skrifstofur Þýskalandskanslara

Lögreglan í Berlín handtók í dag mann á sextugsaldri eftir að hann ók bíl sínum á hliðið fyrir utan skrifstofur Þýskalandskanslara. Maðurinn hafði skrifað á bílinn þar sem hann kallaði ráðamenn barna- og öldungamorðingja og krafðist þess að ríkisstjórnin myndi hætta alþjóðavæðingarstjórnmálum. Engan sakaði.

3
00:22

Vinsælt í flokknum Fréttir