Engin björgunarþyrla verður til taks hjá Landhelgisgæslunni eftir miðnætti

Engin björgunarþyrla verður til taks hjá Landhelgisgæslunni eftir miðnætti vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Í minnisblaði forstjóra til dómsmálaráðherra segir að þetta hafi alvarleg áhrif á björgunar- og viðbragðsgetu stofnunarinnar. Covid faraldurinn hafi sett nauðsynlega þjálfun úr skorðum og nú bætist þyrluleysi við vegna verkfalls flugvirkja. Að jafnaði séu um sjö útköll í mánuði þar sem ekki væri hægt að koma öðrum björgum við en með þyrlu.

138
02:21

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.