Daníel Ágúst táraðist

Idolið fór aftur af stað síðastliðið föstudagskvöld á Stöð 2. Þar mátti meðal annars sjá fyrstu dómaraprufu Önnu Fanneyjar sem var svolítið stressuð fyrir prufunni og þorir almennt varla að syngja fyrir framan mömmu sína. Anna Fanney sló þó algjörlega í gegn í prufunni, uppskar lófaklapp frá dómurum og sagðist Daníel Ágúst einfaldlega hafa tárast yfir flutningnum.

52495
02:57

Vinsælt í flokknum Idol