Viðreisn, Samfylking og Píratar kalla eftir viðræðum við Framsókn
Viðreisn hefur ásamt Samfylkingunni og Pírötum kallað eftir formlegum meirihlutaviðræðum við Framsóknarflokkinn í borginni. Oddviti Viðreisnar greindi frá því í dag að þau myndu ekki leita annað og útilokaði þar með viðræður við Sjálfstæðisflokkinn. Saman gætu Framsókn, Viðreisn, Samfylkinginn og Píratar myndað þrettán manna meirihluta og er það eini meirihlutinn sem stendur til boða, í ljósi fyrri yfirlýsinga annarra flokka um samstarf.