Í Watchmen er hægt að klóna forhúðarlausa menn en ekki búa til snjallsíma

Stöð 2 frumsýndi í gærkvöldi fyrsta þátt Watchmen sjónvarpsseríunnar. Það er HBO sem framleiðir og engu til sparað, enda bundnar vonir við að þetta verði þeirra nýja Game of Thrones. Heiðar Sumarliðason og krakkarnir í Stjörnubíói eru búin að sjá fyrstu sex þættina og segja hér frá því sem fyrir augu ber. Kvikmyndarýnirinn Sigga Clausen og rithöfundurinn Snæbjörn Brynjarsson eru Stjörnubíókrakkar vikunnar. Þau eru bæði mjög spennt fyrir því sem þau sáu, á meðan Heiðar var meira að velta sér upp úr öllum Toyotunum, snjallsímaleysinu og að klónin mæti á svæðið forhúðarlaus. Spennandi umræður. Te og kaffi býður upp á Stjörnubíó alla sunnudaga klukkan 12:00 á X977.

577
26:03

Vinsælt í flokknum Stjörnubíó

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.