Ísland í dag - Heitasta tískan innanhúss!

Hvað er helst í tísku í innréttingum og stíl landsmanna í ár? Heitasta tíska innanhúss? Vala Matt fór í leiðangur og talaði við ritstjóra Húsa og híbýla Guðnýju Hrönn Valdimarsdóttur og þar kom ýmislegt óvænt í ljós. Einnig skoðaði Vala mega flott eldhús hjá ungu hjónunum Evu Rakel Jónsdóttur og Agnari Friðbertssyni þar sem þau nota bæði marmara sem er gríðarlega vinsæll og einnig gyllt blöndunartæki, vask og fleira sem einnig hefur verið mjög vinsælt að undanförnu. Og svo fór hún og skoðaði lítið baðherbergi og ræddi við eigandann Ingólf Magnús Ingvason og smiðinn Zurab sem sá um framkvæmdirnar. En baðið var alveg tekið í gegn og þar voru settar marmarflísar sem gjörbreyttu baðinu. En marmari og steinn og marmaraflísar hafa verið eitt af því heitasta í vetur.

18496
11:41

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.