Kvikmyndaspurningakeppni: Bransinn gegn gagnrýnendum

Nýr liður hefur hafið göngu sína í útvarpsþættinum Stjörnubíói, þar sem kvikmyndagerðarfólk mætir gagnrýnendum í kvikmyndaspurningakeppni í ætt við Gettu betur. Í síðustu viku sigraði blaðamaðurinn Valgeir Tómasson leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson, með minnst mögulega mun. Í annarri umferð mætir gagnrýnandinn Þórarinn Þórarinsson, höfundi Borgríki-myndanna, Hrafnkeli Stefánssyni. Þetta er reyndar fyrsti þátturinn sem var tekinn upp, þó einvígi Jóa og Tomma væri það fyrsta sem fór í loftið. Það útskýrir allt tal í þættinum um að þetta sé fyrsta umferð. Í næstu viku mætast svo leikarinn Hannes Óli Ágústsson og atvinnunördið Bryndís Ósk Ingvarsdóttir. Þátturinn Stjörnubíó er að á dagskrá X977 alla sunnudaga klukkan 12:00.

290
30:15

Vinsælt í flokknum Stjörnubíó

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.