Eru gagnrýnendur að skemma fyrir Parasite með fimm stjörnu væntingum?

Bíó Paradís sýnir nú hina suður kóresku Parasite fyrir fullum sal. Í kvikmyndinni er fjallað um stéttaskiptingu með blöndu af gríni og spennu. Þar neyðast fátæk systkini og foreldrar þeirra til að ljúga sig inn á ríka fjölskyldu til að þreyja þorrann. Myndin hlaut Gullpálmann á Cannes síðastliðið vor og hefur fengið einróma lof gagnrýnenda um allan heim. Slíkar viðtökur skapa að sjálfsögðu miklar væntingar áhorfenda. Heiðar Sumarliðason gestgjafi Stjörnubíós fékk Snæbjörn Brynjarsson og Sigríði Clausen til að segja sér hvort myndin standi við fögur fyrirheit. Te og kaffi býður upp á Stjörnubíó alla sunnudaga klukkan 12:00 á X977.

288
27:19

Vinsælt í flokknum Stjörnubíó

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.