Þarmaflóran með Birnu G. Ásbjörns

Allir sjúkdómar byrja í þörmunum sagði Hippókrates. Þessi þáttur er algjör bomba. Allt sem þú þarft að vita um heilbrigða þarmaflóru. Hver eru einkenni óheilbrigðrar þarmaflóru. Hvaða matvæli eru góð fyrir okkur og hvað er slæmt fyrir þarmaflóruna. Hvaða bætiefni eru góð fyrir þarmaflóruna og hvað er peningasóun. Hvað er lekir þarmaveggir og hvernig lögum við það. Í þessum þætti tala ég við Birnu G. Ásbjörnsdóttur sem svarar öllum þessum spurningum um mikilvægasta líffæri líkamans og hefur verið svo mikið rannsakað síðustu árin. Birna er er með meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá Surreyháskóla og lokið námi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum frá Oxfordháskóla. Birna veitir ráðgjöf og fræðslu til einstaklinga, fagaðila og fyrirtækja hérlendis og erlendis. Birna stundar nú doktorsnám við læknadeild og matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Birna heldur úti heimasíðunni Jorth.is þar sem pistlarnir eru ætlaðir til fróðleiks og þekkingarauka fyrir þá sem vilja taka upplýstar ákvarðanir varðandi heilsu.

365
1:01:48

Vinsælt í flokknum Heilsuvarpið