Vegfarendur um Suðurlandsveg geta búist við töfum um helgina

Vegfarendur um Suðurlandsveg geta búist við nokkrum töfum nú um helgina, á svæðinu austur af Litlu Kaffistofunni. Í dag verða báðar akreinar til vesturs, í átt að Reykjavík, malbikaðar og umferðin færð yfir á öfugan vegarhelming á meðan. Framkvæmdir standa frá morgni til miðnættis, báða dagana. Á morgun verða báðar akreinar til austurs malbikaðar milli vegamóta við Hellisheiðarvirkjun og Skíðaskála. Akreinunum verður lokað á meðan og umferð beint um Þrengslaveg. Vegna viðgerða verður brúin yfir Ölfusá lokuð í viku frá kvöldi mánudags. Áætlað er að loka á miðnætti á morgun, opna fyrir morgunumferð klukkan 6 á mánudag og loka svo aftur klukkan 20 sama dag og þá stendur lokunin í viku. Nýtt brúargólf verður steypt um nóttina og steypan er nokkra sólarhringa að harðna. Ætlað er að hægt verði að hleypa aftur umferð á brúna þann 20. ágúst. Þessi tími var valinn með það í huga að steypan verði fljótari að harðna, skólahald ekki hafið og aðeins byrjað að hægja á umferð ferðamanna. Verði veður hagstætt gæti viðgerðin tekið skemmri tíma.

4
01:07

Vinsælt í flokknum Útvarpsfréttir