Ekki tókst að skjóta Parker-sólarkanna á loft

Ekki tókst að skjóta Parker-sólarkanna bandarísku geimvísindastofnunarinnar á loft í morgun eins og áætlað hafði verið. Geimskotinu hefur verið frestað til morguns en því gæti mögulega seinkað fram á mánudag. Upphaflega var geimskotið áætlað klukkan 7:33 að íslenskum tíma nú í morgun en niðurtalningin var stöðvuð þegar fjórar mínútur voru til geimskotsins. Parker-sólarkanninn á að rannsaka kórónu sólarinnar næstu sjö árin, meðal annars með það fyrir augum að varpa frekara ljósi á eðli sólvindsins, straum hlaðinna agna frá sólinni, sem myndar segulljós þegar þær skella á lofthjúpi jarðarinnar.

3
00:39

Vinsælt í flokknum Útvarpsfréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.