Stal tómri farþegaflugvél og brotlenti henni á eyju

Starfsmaður flugfélags stal tómri farþegaflugvél og brotlenti henni á eyju nálægt Tacoma-flugvelli í Seattle í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Loka þurfti flugvellinum vegna atviksins. Ekki er ljóst hvort maðurinn lifði brotlendinguna af. Lögreglustjórinn í Pierce-sýslu sagðist ekki telja að uppákoman tengdist hryðjuverkum. Hann segir að svo virðist sem maðurinn hafi verið í sjálfsvígshugleiðingum þó að ekki sé loku fyrir það skotið að hann hafi stolið vélinni sér til gamans.

2
00:30

Vinsælt í flokknum Útvarpsfréttir