Ísland í dag - Leggur mikið upp úr því að verða ekki hrotti

Hver dagur er hark hjá ungum skjólstæðingi Frú Ragnheiðar sem ræddi við Ísland í dag. Samhliða því sem stjórnvöld reyna að draga úr framboði morfínskyldra lyfja á svörtum markaði hækkar verðið og eykur þannig á neyð þeirra sem eru háðir efnunum að sögn verkefnisstýru Frú Ragnheiðar. Þannig segir hún fleiri grípa til örþrifaráða, innbrotum fjölgar og kynlífsvinna eykst. Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar skipta hundruðum á ári hverju, en sjálfboðaliðar láta þeim í té hreinar nálar og eftir atvikum mat og fatnað auk þess að aðstoða með sýkingar og annað tilfallandi. Við kíktum með sjálfboðaliðum á vakt eina kvöldstund.

1494
11:50

Vinsælt í flokknum Ísland í dag