Allt yfirbragð plötunnar er eins og ein saga frá upphafi til enda

Það er stór dagur hjá Gunna Hilmars og Ágústu Evu, en Sycamore Tree fagnar útgáfu plötunnar COLORS í dag. . Platan hefur verið í vinnslu síðan árið 2019 og er afar metnaðarfullt verk. Hún er útsett af Rick Nowels sem meðal annars hefur unnið með listamönnum svo sem Adele, Lana Del Ray, Sia, Dua Lipa, Lykke Li, Madonnu, Fleetwood Mac, The Weeknd ásamt mörgum fleirum. Gunni kíkti í spjall til Siggu Lundar í tilefni dagsins. "Allt yfirbragð plötunnar er eins og ein saga frá upphafi til enda", sagði hann á Bylgjunni í dag.

4
14:54

Næst í spilun: Sigga Lund

Vinsælt í flokknum Sigga Lund

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.