Ísland í dag - Nýtt mataræði og 20 kíló og öll lyf farin!

Nýjasta heilsuæðið í dag er svokallað Keto mataræði. Það hefur notið gríðarlega vinsælda um allan heim. Frægar Hollywood stjörnur eins og Gwyneth Paltrow og Hally Berry og fleiri eru þekktar fyrir að vera á þessu fæði. En þetta mataræði er einnig umdeilt. Hér á landi hefur til dæmis Keto bókin eftir Gunnar Má Sigfússon einkaþjálfara og heilsugúru slegið þvílíkt í gegn og námskeiðin hans eru mjög vinsæl. Í þætti kvöldsins hittir Vala hana Höllu Gunnarsdóttur sem er búin að vera á Keto mataræðinu í tæpt ár og hefur hún lést um 20 kíló og er nú laus við öll gigtarlyfin sín, en hún er með vefjagigt sem hefur hrjáð hana í mörg ár. Halla hefur fylgt prógrammi einkaþjálfarans Gunnars Más Sigfússonar og fylgt uppskriftum bóka hans og segir sitt líf allt annað eftir að hún fór á þetta mataræði.

5831
09:36

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.