Ekki ljóst hvort eitthvað refsivert hafi átt sér stað

Héraðssaksóknari hefur hafið rannsókn á andláti karlmanns eftir handtöku í austurbæ Reykjavíkur í gær. Skýrslutökur fóru fram í dag auk þess sem læknisfræðileg rannsókn fer fram í vikunni. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir þetta en segir ekki ljóst hvort eitthvað refsivert hafi átt sér stað. Maðurinn er sagður hafa verið í annarlegu ástandi og var fluttur með lögreglubíl á Landspítalann en var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna þangað. Hann var fæddur árið 1985.

826
00:35

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.