Helgi Magnús sleppur

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að veita Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara ekki lausn um stundarsakir vegna ummæla sem eru þó sögð til þess fallin að grafa undan réttarríkinu. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lagði í sumar til við ráðherra að Helgi yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla um mál síbrotamannsins Mohamad Kourani og var kærður fyrir. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu segir að ummæli Helga Magnúsar hafi verið óviðeigandi og til þess fallin að grafa undan trúverðugleika embættisins. Hins vegar hafi Kourani ógnað bæði Helga og fjölskyldu hans og með tilliti til þess hafi hann víðtækara svigrúm til tjáningar. Helgi fagnar niðurstöðunni í samtali við fréttastofu og segist ætla að ræða við ríkissaksóknara um næstu skref.

13
00:52

Vinsælt í flokknum Fréttir