Flúðu lest í gróðureldum

Tíu slösuðust þegar þeir reyndu að flýja lest sem var keyrt inn í gróðurelda nærri Valensía á Spáni. Lestin var á leið frá Valencia til Zaragosa í morgun en var stöðvuð við bæinn Bejís vegna eldanna. Til stóð að snúa lestinni við og bað lestarstjóri farþega um að halda kyrru fyrir. Nokkur hræðsla greip um sig þar sem eldarnir voru allt um lykjandi líkt og sést á þessum myndum. Einhverjir farþegar brutu því rúður til þess að flýja lestina og hlutu brunasár. Síðar tókst að færa lestina og sluppu því aðrir farþegar.

1135
00:32

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.