Ísland í dag - Fann loksins rétta kúrinn

María Krista Hreiðarsdóttir er 45 ára, þriggja barna móðir sem var búin að prófa alla megrunarkúra sem í boði voru þegar hún fann loksins matarræði sem hentaði henni og það var lágkolvetna matarræði sem gjörbreytti lífi Maríu Kristu og nú nokkrum árum síðar hefur hún aldrei verið jafn hraust. Hún hefur verið dugleg að búa til uppskriftir sem henta matarræðinu og deilir uppskriftum bæði á blogginu sínu og á samfélagsmiðlum. Hún hefur gefið út matreiðslubók, uppskriftaspjöld og nýverið byrjaði hún með námskeið þar sem hún deilir upplifun sinni af matarræðinu. Við heimsóttum Maríu Kristu nú á dögunum og fengum að heyra hennar sögu.

9281
11:34

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.