Snarpur jarðskjálfti varð í Bárðarbungu í nótt
Snarpur jarðskjálfti varð í Bárðarbungu í nótt, þrír komma fimm að stærð. Skjálftinn reið yfir á þriðja tímanum en í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands mældust engir eftirskjálftar og engin merki sjást um gosóróa.