CS Nostalgían - Ísland mætir HeatoN og Potti

CS Nostalgían snýr aftur og í þessari syrpu ætla Vísir og Andri Freyr Ríkarðsson að sýna vel valda íslenska landsleiki frá árunum 2002 til 2005. Íslenska landsliðið mætti því sænska í riðlakeppni ClanBase NationsCup árið 2002 í Aztec. Svíarnir voru nær óstöðvandi í byrjun aldar með tvíeykið HeatoN og Potti í broddi fylkingar. Leikmennirnir báru höfuð og herðar yfir aðra leikmenn og unnu nánast allt með félagsliði sínu NiP og síðar SK. Strákarnir okkar gáfu Svíunum þó ekkert eftir í þessum leik sem var spilaður í hinni skammlífu útgáfu 1.4. Samkvæmt heimildum Andra þá spilaði Ísland með þrjá leikmenn úr MurK og tvo leikmenn úr SiC. Þrátt fyrir að landsliðið líti út eins og klassískt byrjunarlið MurK þá voru leikmennirnir Ashtray og knifah í SiC á þessum tiltekna tímapunkti. Við getum því miður aðeins sýnt ykkur síðustu 10 loturnar úr fyrri hálfleik. Upptakan af síðari hálfleik hefur annað hvort glatast á lager eða aldrei verið aðgengileg. Við ábyrgjumst það að þeir landsleikir sem koma á næstu vikum verða í fullri lengd. Liðsmenn íslenska landsliðsins: Ashtray, blibb, knifah, Krissi, Zombie. Liðsmenn sænska landsliðsins: Grims, HeatoN, Notorious, Potti, VonoX.

643
17:40

Vinsælt í flokknum Rafíþróttir