Vilja handtaka Pútín

Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu og vegna þess fjölda úkraínskra barna sem fluttur hefur verið með ólögmætum hætti frá Úkraínu. Börnunum hefur ýmist verið komið fyrir á rússneskum stofnunum eða hjá fjölskyldum þar í landi og hefur handtökuskipun því einnig verið gefin út á hendur Maríu Lvova-Belova, umboðsmanni barna í Rússlandi.

23
02:52

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.