Breyttar sóttvarnarreglur í Frakklandi
Frá og með miðvikudegi þurfa Frakkar að sýna heilbrigðisvottorð til að komast inn í söfn og kvikmyndahús. Franska þingið samþykkti lög þess efnis í gær og ræðir á næstunni hvort reglurnar verði einnig látnar ná til veitingahúsa og verslanamiðstöðva.