Ómar Úlfur - Grafík var nýbylgjusveit.
Rúnar Þórisson gítargoðsögn úr Grafík og Hálfdán Árnason bassaleikari par exellence mættu með nýtt lag af væntanlegri plötu. Grafík bar auðvitað á góma sem og Radiohead og The Smile sem eru miklir áhrifavaldar þeirra beggja. Lagið Leiðina alla má heyra á öllum helstu streymisveitum.