Stokkið í eldinn á X-977 13. júlí

Þungarokksbræðurnir Smári Tarfur og Birkir Fjalar voru snælduvitlausir þetta kvöldið, svo víraðir og gíraðir að það snarkaði í útvarpsbylgjunum, slíkur var æsingurinn og líflegheitin. Einhverjir fastir liðir, jújú, en fyrst og fremst mikið um jákvæðar fréttir, nýja tónlist og vel smurða íslenska eimreið. Birkir Fjalar & Smári Tarfur stökkva í eldinn og gefa hér- og erlendu þungarokki byr undir báða vængi á X- 977 í beinni tengingu við samnefnt djúpköfunarhlaðvarp sem finna má á öllum helstu streymisveitum og smáforritum. #X977 #STOKKIÐÍELDINN

409

Vinsælt í flokknum X977