Fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp

Karlmaður á sextugsaldri var í dag dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars. Eftir lát konunnar var í upphafi ekki talið að nokkuð væri óeðlilegt við andlátið en það breyttist við krufningu. Maðurinn var ákærður fyrir manndráp með því að hafa þrengt að hálsi konunnar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Saksóknari fór nú síðdegis fram á áframhaldandi gæsluvarðhald fram að afplánun.

142
00:23

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.