CS Nostalgían - Strákarnir okkar kljást við XeqtR og elemeNt

CS Nostalgían heldur áfram og að þessu sinni sýna Vísir og Andri Freyr Ríkarðsson viðureign Íslands og Noregs frá árinu 2005. Spilað var í hinu sívinsæla korti Nuke í ClanBase NationsCup. Ísland stillti upp ógnarsterku liði til þess að takast á við norsku snillingana XeqtR og elemeNt. Leikmennirnir tveir eru af mörgum taldir vera þeir bestu sem Norðmenn hafa alið af sér í gamla góða CS. Sá síðarnefndi var uppi á sitt allra besta á þessum tíma en hann var glænýr leikmaður stórliðsins MIBR eftir að hafa unnið CPL-mótið með liðinu NoA aðeins nokkrum mánuðum áður. Strákarnir okkar þurftu því á öllu sínu að halda. Fyrirliði Íslands, sPiKe, hvatti drengina eflaust til dáða eins og honum einum er lagið og átti hann sjálfur stórleik í þessari æsispennandi viðureign. Samkvæmt heimildum Andra þá spilaði íslenska landsliðið með þrjá leikmenn úr Ice, einn úr Drake og einn úr mTa. Liðsmenn íslenska landsliðsins: DynaMo, entex, jam, sPiKe, Vargur. Liðsmenn norska landsliðsins: bsl, DaY, elemeNt, Naikon, XeqtR.

518
37:09

Vinsælt í flokknum Rafíþróttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.