Fleiri fréttir

Góð ráð til að sporna við „ofhugsunum“

Að ofhugsa eða verja óendanlegum tíma í að greina hluti og kryfja þá er vandamál sem margir kannast við. Heilu dagarnir geta farið í þessar hugsanir, sem þó leiða oft ekki til neinna lausna.

610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi

„Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis.

„Ef þið farið að rífast, þá sel ég“

„Mamma sagði strax að við ættum að halda áfram og reka fyrirtækið í minningu pabba. En hún sagði líka við okkur: Ef þið farið að rífast, þá sel ég,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir um það þegar systkinin tóku við rekstri Kjörís í kjölfar þess að faðir þeirra, Hafsteinn Kristinsson, var bráðkvaddur.

Öðruvísi prógram í grísavikum og vonlaus í hárgreiðslu dótturinnar

Reynir Örn Þrastarson, matreiðslumaður, sölufulltrúi hjá Heildsölu Ásbjörns Ólafssonar og lottókynnir, segir oft í gríni að vinnan hans felist í að trufla aðra kokka í sinni vinnu. Því starfið kallar á heimsóknir til viðskiptavina víðs vegar um landið. Í grísavikum er prógramið nokkuð frábrugðið því þá býr dóttir hans hjá honum. Sem segir hann algerlega vonlausan hárgreiðslumann.

Covid og mikilvægi þess að spyrja starfsfólk um andlega líðan sína

Hertar sóttvarnarreglur og fréttir af mögulegri fjórðu bylgju eru ekki beint upplífgandi svona rétt fyrir páskafrí. Fyrir jólin var talað um jólakúlur og nú virðist stefna í það sama um páskana. Og helst eigum við eigum að ferðast innandyra. Þá er ljóst að mikið rask er framundan víða á vinnustöðum. En einnig heima fyrir, ekki síst vegna þess að skólar verða lokaðir.

Þessar fjórar ástæður geta gert fólk örmagna á fjarfundum

Hertar sóttvarnarreglur leiða enn fleira starfsfólk heim í fjarvinnu, svo ekki sé talað um námsfólk á öllum aldri. Það er því ekki úr vegi að rifja aðeins upp þau einkenni rafrænnar þreytu sem allir þurfa að vera vakandi yfir og Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, fór yfir með okkur á dögunum. 

Nýsköpunarverkefni í kjölfar Covid sem skilaði af sér tugmilljóna króna viðskiptum

„Raunin var að fjöldi þátttakenda fimmfölduðust frá árinu áður og fóru úr þúsund gestum í fimm þúsund. Ánægja gesta hefur aldrei mælst hærri og 97% þeirra sem svöruðu ánægjukönnuninni voru ánægðir með nýja ráðstefnuvefinn,“ segir Auður Inga Einarsdóttir markaðsstjóri Advania um þá óvæntu en góðu þróun sem varð í kjölfar Covid, þegar Advania þróaði stafrænan viðburðarvef til að bregðast við þeirri stöðu að geta ekki haldið sína árlegu haustráðstefnu í Hörpu.

Þökk sé Co­vid: Að verja doktors­rit­gerðina sína í Polly­önnu

Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu, segir starfsfólkið í Hörpu á heimsmælikvarða þegar það kemur að viðburðarhaldi, enda flókið að standa fyrir menningarviðburðum í því síbreytilega ástandi sem nú stendur yfir. Hún viðurkennir að hún sé algjör morgunhani og kvöldsvæf, en gift nátthrafni. Þau hjónin hafi þó orðið nokkuð flink í því að stilla sig saman inn á sameiginlegan miðbaug.

Í rekstur „með mömmu sem er alltaf til í allt“

„Aldursmunur dætranna hefur gert það að verkum að þær hafa ekki gert allt of mikið saman um ævina og þegar þessi hugmynd kom upp í huga okkar ákváðum við að með þessu væri hægt að eiga sameiginlegt markmið til að stefna að með mömmu sem er alltaf til í allt,“ segir Vilborg Norðdahl sem skömmu fyrir síðustu jól hóf rekstur með tveimur dætrum sínum undir nafninu Verzlanahöllin að Laugavegi 26.

Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar

„Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu.

Það vilja allir vera „Svalir“

Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn.

Gagnagrunnur fyrir ólöglegt efni að verða að veruleika

„Á síðustu árum hefur umræða um dreifingu á ólöglegu efni á netinu aukist gríðarlega og er líklegt að á næstu árum verði sett lög sem skylda alla netþjónustuaðila til að leita að og uppræta slíkt efni. Það má því segja að ein af upphaflegu hugmyndunum okkar um gagnagrunn fyrir ólöglegt efni sé að verða að veruleika,“ segir Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri Videntifier.

Erfitt að fá launahækkun hjá pabbanum

„Árið 1947 brann allt til kaldra kola enda ekki komin vatnsveita í Selás í Reykjavík þá. En það hvarflaði aldrei að pabba að hætta rekstri,“ segir Eyjólfur Axelsson stjórnarformaður AXIS. Faðir Eyjólfs stofnaði fyrirtækið árið 1935 en fyrirtækið er í dag rekið af þriðju kynslóðinni: Þeim Eyjólfi og Gunnari Eyjólfssonum. „Nei ég ætlaði ekkert að fara að vinna hér. Ég er lögfræðingur og starfaði sem slíkur þegar pabbi talaði við okkur systkinin um það hvort eitthvert okkar vildi taka við,“ segir sonurinn Eyjólfur og hlær.

Byrjar daginn á að knúsa eiginkonuna

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir heimilishundinn Heru ekki hafa húmor fyrir því að bíða of lengi eftir morgunmatnum. Hann byrjar daginn á því að knúsa konuna sína en þessa dagana er í mörgu að snúast því framundan er stækkun Ölgerðarinnar.  

Oft óþægilegt að efla tengslanetið

Við heyrum oft um þetta talað: Tengslanetið skiptir máli! Að þekkja mann og annan er jú eitthvað sem nýtist oft vel í starfi. Og ekkert síður þegar sótt er um ný störf. Að efla tengslanetið er hins vegar verkefni sem mörgum finnst óþægilegt. Enda er okkur mis eðlislægt að tala við fólk eða taka fyrstu skrefin í samskiptum. Hvað þá að halda úti samræðum, þannig að líklegt sé að viðkomandi aðila finnist mikið til okkar koma!

Mælt með að færa fjarvinnu að hluta til á kaffihús

Nú þegar ljóst er að margir vinnustaðir gera ráð fyrir að fjarvinna verði hluti af fyrirkomulagi starfsfólks til framtíðar, velta margir fyrir sér hvernig þessari fjarvinnu verði háttað. Þar sýna rannsóknir að það getur verið góður valkostur fyrir fólk, að setjast niður til vinnu á kaffihúsum. 

Færri skrifborð, breyttar áherslur og nýir samningar

Covid er að breyta vinnustöðum til framtíðar og ekki er ólíklegt að húsakostur margra muni breytast næstu misseri. Sums staðar er verið að meta með hvaða hætti framtíðarskipulag ætti að vera, á meðan aðrir vinnustaðir eru farnir að gera nýja samninga um skuldbindingar í fjarvinnu. Þeir samningar eru þá meðal annars gerðir til þess að hægt verði að taka ákvarðanir um húsakost. Varanlegum breytingum í kjölfar Covid fylgja nýjar áskoranir í stjórnun. 

„Stuttu síðar hringdi Placewise einfaldlega í okkur“

Á dögunum undirritaði íslenska upplýsingafyrirtækið Tactica samning við fyrirtækið Placewise Group um innleiðingu á hugbúnaðarlausn sem Tactica hefur þróað. Placewise Group er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á sviði stafrænna lausna fyrir verslunarmiðstöðvar og þjónustar yfir eitt þúsund verslunarmiðstöðvar í þremur heimsálfum. „Við höfum frá upphafi stefnt með Integrator á alþjóðamarkað og lítum á samninginn við Placewise sem frábæra byrjun,“ segir Ríkharður Brynjólfsson, einn eigenda Tactica.

„Afi var alltaf með Malt í gleri og Prince Póló á skrifstofunni“

„Mér fannst þetta alltaf spennandi og sem barni þótti manni líka svo merkilegt ef maður sá frægt fólk. Alþingismennirnir, Hemmi Gunn og forsetinn voru meðal þeirra sem ég man eftir að hafa þótt merkilegt að sjá,“ segir Guðrún Erla Sigurðardóttir og skellihlær. „Já, þeir komu forsetarnir og bílstjórarnir þeirra, það er rétt,“ segir móðir hennar Ágústa Kristín Magnúsdóttir og bætir við: „Ég man til dæmis að Ásgeir Ásgeirsson forseti verslaði við pabba þegar Efnalaugin Björg var á Sólvallagötunni.“

Bestu vörumerkin 2020: Ekki nóg að mæta fínn í partí

Það myndaðist góð stemning víða þegar viðurkenningar voru veittar fyrir Bestu íslensku vörumerkin 2020, en viðurkenningin var veitt rafrænt þann 25.febrúar síðastliðinn. Hjá mörgum tilnefndum fyrirtækjum hafði starfsfólk komið sér fyrir saman fyrir framan skjá og fylgdu húrrahróp og mikið klapp hjá þeim sem hlutu viðurkenningu. Hjá einstaka viðurkenningarhafa var jafnvel skálað í kampavíni.

Góð og slæm reynsla, ýmsu má breyta og gott að ræða hlutina opinberlega

„Ég hef bæði haft mjög góða og ekki eins góða reynslu af þessari vinnu,“ segir einn álitsgjafi Atvinnulífsins á Vísi um störf tilnefningarnefnda á meðan annar líkir starfi þeirra við starf þjálfara í landsliði og mælir með því að umræða um störf nefndanna fari fram opinberlega. Þá eru nokkrir álitsgjafar Atvinnulífsins með hugmyndir að atriðum sem mætti endurskoða eða ætti að breyta. Sem dæmi um slík atriði má nefna hverjir sitja í tilnefningarnefndum, framboðum og/eða framboðsfrestum til stjórnarsetu og hversu lengi stjórnarmenn sitja í stjórnum skráðra fyrirtækja.

„Skiptar skoðanir eru á ágæti tilnefningarnefnda“

„Tilnefningarnefndir hafa í auknum mæli verið stofnaðar hjá skráðum félögum en með tilkomu nefndanna verður ferlið við myndun stjórna bæði faglegra og gagnsærra. Það er jákvætt að áhugi hluthafa á nefndunum virðist vera að aukast. Alltaf eru það hluthafarnir sem taka ákvörðun um það hvort tilnefningarnefndir eru stofnaðar eða ekki. Það er þó mikilvægt að starfsemi nefndanna þróist þannig að þær skapi traust meðal hluthafa“ segir Hildur Magnúsdóttir, M.Sc í viðskiptafræði um niðurstöður rannsóknar sem gerð var á tilnefningarnefndum á Íslandi árið 2020.

Sjá næstu 50 fréttir