Fleiri fréttir

Nýtt flugfélag í samkeppni við Play og Icelandair
Norsk flugmálayfirvöld veittu í gær nýja lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic flugrekstrarleyfi og telst það nú vera fullgilt flugfélag.

Mikill áhugi verktaka á að bjóða í fyrstu skipagöngin
Mikill áhugi er meðal alþjóðlegra verktaka að grafa fyrstu skipagöng heims í Noregi. Stefnt er að því að gerð ganganna verði boðin út á fyrri hluta nýs árs.

Bruce Springsteen selur réttinn fyrir 65 milljarða
Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur selt upptökur og útgáfurréttinn að öllu lagasafni sínu til Sony fyrir 500 milljónir Bandaríkjadala, um 65 milljarða króna.

Icelandverse valin ein af bestu auglýsingum ársins
Auglýsing Íslandsstofu hefur verið valin fjórtánda besta auglýsing ársins 2021 af bandaríska fagtímaritinu Adweek.

Grænlenska þingið samþykkir tvær nýjar vatnsaflsvirkjanir
Grænlenska þingið hefur samþykkt gerð tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana fyrir yfir sextíu milljarða íslenskra króna. Virkjanirnar eiga að verða tilbúnar eftir sjö ár. Með þeim eykst hlutfall endurnýjanlegrar orku í raforkuframleiðslu og húshitun Grænlendinga úr 70 prósentum upp í 90 prósent. Hlutfall olíu minnkar að sama skapi, sem og kolefnisspor Grænlands.

Grindr fær risasekt í Noregi
Norska persónuverndarstofnunin Datatilsynet hefur sektað eigendur stefnumótusmáforritsins Grindr um 65 milljónir norskra króna, tæplega milljarð íslenskra króna Um er að ræða hæstu sekt sem stofnunin hefur beitt til þessa.

Gagnrýndur fyrir að segja upp níu hundruð manns á Zoom-fundi
Forstjóri bandaríska húsnæðislánafyrirtækisins Better.com hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa sagt upp rúmlega níu hundruð manns fyrirtækisins á tæplega þriggja mínútna fjarfundi á miðvikudaginn í síðustu viku.

Rocket Lab ætlar í aukna samkeppni við SpaceX með nýrri eldflaug
Fyrirtækið Rocket Lab hefur opinberað næstu kynslóð eldflauga þess sem eiga að vera endurnýtanlegar. Eldflaugarnar heita Neutron og er markmiðið að nota þær í samkeppni við SpaceX.