Fleiri fréttir

Pinewood kvikmyndaverið haslar sér völl vestan hafs

Breska kvikmyndaverið Pinewood hefur tilkynnt um byggingu fyrsta hljóðvers síns í Bandaríkjunum. Kvikmyndaverið mun bera heitið Pinewood Atlanta en það verður byggt á stórri lóð fyrir sunnan borgina Atlanta í Georgíu.

Hótel d'Angleterre opnar að nýju 1. maí

Hið sögufræga Hótel d'Angleterre opnar að nýju þann 1. maí eftir mestu endurnýjun hótels í sögu Danmerkur. Því er ætlað að verða fremsta hótelið í Norður Evrópu.

Nærfatarisi í deilum við kristna fyrirsætu

Nærfatarisinn Victoria´s Secret er komið í deilur við fyrirsætuna fyrrverandi Kylie Bisutti. Fyrirsætan hætti að starfa sem slík í fyrra þar sem þetta starf samræmdist ekki kristilegum gildum hennar en Kylie mun vera strangtrúuð.

Dreamliner þoturnar aftur á loft

Langri martröð Boeing flugvélaverksmiðjanna er lokið því flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa aflétt kyrrsetningu sinni á þessum þotum. Boeing hefur endurbætt rafhlöðukerfi Dreamliner en eins og kunnugt er af fréttum voru þoturnar kyrrsettar í janúar s.l. eftir að rafhlaða brann yfir í einni þeirra.

Baltasar Kormákur og CCP taka höndum saman

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP og leikstjórinn Baltasar Kormákur hafa tekið höndum saman. Baltasar mun framleiða þáttaröð fyrir sjónvarp sem byggir á söguheim fjölspilunarleiksins EVE Online.

Segir evruna eiga fimm ár eftir ólifað

Dr. Kai Konrad, formaður ráðgjafarnefndar í þýska fjármálaráðuneytinu gaf frá sér harðorð ummæli um evruna þegar hann sagði: "Evrópa skiptir mig máli. Evran gerir það ekki. Ég held að evran eigi sér takmarkaðar lífslíkur."

Hagnaður Boeing eykst þrátt fyrir Dreamliner vandann

Hagnaður Boeing flugvélaframleiðandans jókst um 20% á fyrsta ársfjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaðurinn nam 1,1 milljarði dollara í ár miðað við 923 milljónir dollara í fyrra.

Stokkhólmur vex tvöfalt hraðar en Kaupmannahöfn

Í nýrri skýrslu frá viðskiptaráði Stokkhólmsborgar kemur fram að í borgarbúum muni fjölga um hálfa milljón manna fram til ársins 2030. Þar með mun Stokkhólmur vaxa tvöfalt hraðar en Kaupmannahöfn og sexfalt hraðar en París.

Deutsche Bank reynir að semja við ítalska saksóknara

Lögmenn Deutsche Bank hafa setið á fundi í morgun með ítölsku saksóknurunum sem rannsaka stórt svikamál í Monte dei Paschi bankanum, elsta banka heimsins og þeim þriðja stærsta á Ítalíu. Lögmennirnir eru að reyna að koma í veg fyrir að saksóknararnir leggi hald á fjármuni Deutsche Banka á Ítalíu svipað og gert var hjá japanska bankanum Nomura.

Verulega dregur úr fjárlagahalla Bandaríkjanna

Fjárlagahallinn í Bandaríkjunum hefur minnkað verulega frá því hann náði hámarki í 10% af landsframleiðslunni árið 2009. Í ár er reiknað með að hallinn verði nær tvöfalt minni eða 5,3% af landsframleiðslunni.

Verkfall lamar Lufthansa flugfélagið í dag

Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aflýst öllum flugferðum sínum í dag. Ástæðan er verkfall hjá starfsmönnum félagsins öðrum en flugmönnum og flugáhöfnum.

Húsnæðisverð lækkar töluvert á evrusvæðinu

Húsnæðisverð lækkaði á evrusvæðinu á fjórða fjórðungi í fyrra um 1,8% frá sama ársfjórðungi árinu áður. Af þeim 13 evruríkjum þar sem tölur um húsnæðisverðsþróun er tiltæk lækkaði verð í átta þeirra á þessum tíma.

Andlát Thatcher eykur sölu á veskjum

Sala á svokölluðum Launer veskjum hefur aukist um helming á örfáum dögum. Þessi veski voru þekktust fyrir það að vera í miklu uppáhaldi hjá Margréti Thatcher fyrrverandi forsætisráðherra Breta. Thatcher lést, sem kunnugt er, fyrr í mánuðinum og það var þá sem áhuginn á veskjunum fór að aukast að nýju.

Grikkir tapa þriðjungi af ráðstöfunartekjum sínum

Nýjar tölur frá hagstofu Grikklands, ELSTAT, sýna að laun í Grikklandi hafa almennt lækkað um 22% á síðustu þremur árum eða frá því að skuldakreppa þeirra hófst. Þegar 10% verðbólgu á tímabilinu er bætt við hafa Grikkir tapað um þriðjungi af ráðstöfunartekjum sínum á þessum tíma.

Olía og gull hækka í verði

Heimsmarkaðsverð á olíu og gulli hefur farið hækkandi í morgun. Verðið á tunnunni af Brent olíunni er komið rétt yfir 100 dollara og hækkar um 1% frá því síðdegis í gær. Í vikunni í heild hefur verðið á Brent olíunni lækkað um rúm 3%.

Fundu sjaldgæfan bláan demant í Suður Afríku

Fundist hefur stór sjaldgæfur blár demantur í Cullinan námunni í Suður Afríku. Demantur þessi er rúmlega 25 karöt að stærð og verðmæti hans er talið vera um 10 milljónir dollara eða tæplega 1,2 milljarðar króna.

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka. Verðið á Brent olíunni fór niður í rúma 97 dollara á tunnuna í morgun og lækkaði um dollar frá því síðdegis í gær. Hefur verðið á Brent olíunni ekki verið lægra síðan í júní í fyrra.

Coca-Cola tapar á kreppunni í Evrópu

Hagnaður bandaríska gosdrykkjarisans Coca-Cola minnkaði um 15% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Ástæðan er kreppan í Evrópu og minnkandi sala í Bandaríkjunum.

Sjá næstu 50 fréttir