Fleiri fréttir

Domino's með fimmtung markaðarins

Domino's er með stærsta markaðshlutdeild á íslenska skyndibitamarkaðnum, ef marka má tölur sem unnar eru upp úr neyslugögnum frá fjártæknifyrirtækinu Meniga.

Ívar og Kjartan til Völku

Ívar Meyvantsson og Kjartan Einarsson hafa verið ráðnir sem stjórnendur hjá hátæknifyrirtækinu Völku.

Ekki rétt að bankinn birti eigin spá

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands telur að birting stýrivaxtaspáferils bankans muni ekki hjálpa til við að upplýsa fjárfesta um líklega þróun vaxtanna. Seðlabankinn hyggst koma á fót vinnuhópi til þess að meta inngripastefnu bankans á gjaldeyrismarkaði.

Fólki í fæðingarorlofi sagt upp og VR vill svör

Nokkrir fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa leitað til VR til að kanna réttarstöðu sína vegna uppsagna. Fólki í fæðingarorlofi sagt upp án þess að fyrir lægi skriflegur rökstuðningur eins og lög gera ráð fyrir. VR rukkar WOW um svör.

Lítið sem ekkert svigrúm til hækkana

Svigrúm flestra ferðaþjónustufyrirtækja til launahækkana er lítið sem ekkert og geta óábyrgir kjarasamningar haft mjög alvarleg áhrif á rekstrarforsendur þeirra. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.

Ólafur Jóhann reiknar ekki með fleiri stórum fjölmiðlasamrunum

Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner segist ekki reikna með frekari samrunum á milli stórra fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækja á næstunni eftir stórar sameiningar sem hafa gengið í gegn á síðustu mánuðum. Ólafur Jóhann lét af störfum hjá Time Warner fyrr á þessu ári en er enn búsettur vestanhafs.

Formaður Neytendasamtakanna vill breyta reglum um skilarétt

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í verslanir eftir aðfangadag að skila gjöfum. Formaður Neytendasamtakanna segir nauðsynlegt að breyta neytendalögum þannig að réttur fólks til að skila vörum í verslanir sé sá sami og skilaréttur á netinu.

Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum

Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum.

Með tögl og hagldir í íslenskum sjávarútvegi

Álitsgjafar Markaðarins segja að með kaupum á ríflega þriðjungshlut í HB Granda hafi Guðmundur Kristjánsson, viðskiptamaður ársins, komið sér í lykilstöðu í einu öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Kapallinn hafi gengið upp.

Sala CCP viðurkenning fyrir íslenskt hugvit

Álitsgjafar Markaðarins segja söluna á CCP til Pearl Abyss fela í sér viðurkenningu á því uppbyggingarstarfi sem hafi verið unnið innan fyrirtækisins. Salan sé engin tilviljun. Um er að ræða stærstu sölu á íslensku tæknifyrirtæki frá upphafi.

2018 versta árið á mörkuðum í áratug

Þúsundir milljarða dala gufuðu upp á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum á árinu. Heimsvísitala hlutabréfa féll í fyrsta sinn í áratug um tveggja stafa prósentutölu. Ríkisskuldabréf lækkuðu víðast hvar í verði. Fjárfestar óttast verðhækkanir á næsta ári.

Sannar að þetta "eitthvað annað“ er til

Framkvæmdastjóri CCP segir að þrautseigja sé listin við nýsköpun. Aldrei kom til greina að gefast upp. Hann lærði auðmýkt á tveggja áratuga uppbyggingarstarfi. Óskilgreind afkvæmi CCP séu um allar jarðir.

Uppsagnir og sala á rútum hjá Gray Line vegna samdráttar í ferðaþjónustu

Gray Line, eitt stærsta rútufyrirtæki landsins, hefur ráðist í endurskipulagningu á rekstri á síðustu mánuðum með því að fækka starfsmönnum um þrjátíu og tvo og selja átta rútur. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir að það sé klárlega samdráttur í íslenskri ferðaþjónustu því kaupmáttur erlendra ferðamanna á Íslandi hafi minnkað vegna styrkingar íslensku krónunnar.

Landinn vildi og fékk heyrnartól

Þetta sýnir listi sem ja.is hefur tekið saman en um 400 vefverslanir er nú þar að finna þar sem hægt er að skoða um 500 þúsund vörur.

Nova bannað að gefa hættulega bolta

Fjarskiptafyrirtækinu Nova hefur verið gert að innkalla bolta sem fyrirtækið gaf síðastliðið sumar þar sem þeir eru taldir hættulegir ungum börnum.

Sjá næstu 50 fréttir