Fleiri fréttir

Nýja Sandler-myndin eins og pizza með ananas

Kvikmyndin Uncut Gems með Adam Sandler í aðalhlutverki er nú komin á streymisveituna Netflix. Bíðið þó eitt augnablik áður en þið annaðhvort hoppið hæð ykkur af gleði, eða hættið að lesa sökum velgju. Við þá sem eru aðdáendur Netflix-mynda Sandlers segi ég: Því miður, þetta er ekki gamanmynd. Við ykkur hin segi ég: Þetta er allt í lagi, hún er ekki ömurleg!

1917 rígheldur

Kvikmyndin 1917 í leikstjórn Sam Mendes er nú komin í kvikmyndahús. Hún fjallar um tvo hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni sem sendir eru með skilaboð á víglínuna um að aflýsa eigi fyrirhugaðri árás en þúsundir munu látast ef af henni verður.

Í upphafi skal endinn skoða

Ragnar Bragason er einn af okkar fremstu kvikmyndagerðarmönnum, á því leikur enginn vafi. Eftir hann liggja frábærar kvikmyndir á borð við Börn og Foreldra, sem og Vaktaþættirnir, sem eru svo gott sem greiptir í þjóðarsálina. Ragnar virðist hafa einstakt lag á því að sanka að sér fólki og ná því besta út úr því. Því undraðist enginn að Magnús Geir Þórðarson, þáverandi Borgarleikhússtjóri, skyldi draga hann inn í leikhúsið til að skapa eldhúsvasksdramað Gullregn. Leikverkið hefur nú orðið að kvikmynd sem þessa dagana er sýnd í bíóum landsins .

Hlegið að nasistum

Kvikmyndin Jojo Rabbit fjallar um ævintýri ungs drengs sem þráir ekkert heitar en að verða góður og gildur nasisti. En svo því sé haldið til haga þá gerist hún jú í Þýskalandi síðari heimsstyrjaldarinnar. Líf hans kemst hinsvegar í uppnám þegar hann uppgötvar að móðir hans er að fela unglingsstúlku af gyðingaættum. Það fer ekki vel í hann, ekki frekar en ímyndaða vin hans, Adolf Hitler.

Krúttlegir öldungar fá sér Fanta í Páfagarði

The Two Popes byggir á The Pope, leikverki Anthony McCarten og fjallar um þegar hinn íhaldssami fyrrum páfi, Benedict sextándi, fékk tilvonandi eftirmann sinn, Francis hinn fyrsta, í langa heimsókn í Vatíkanið.

Mrs. Fletcher er guðdómleg blanda af andstyggilegheitum og ánægju

Hvað gerir fráskilin kona þegar einkasonurinn flytur að heiman og fer í háskóla? Jú, hún byrjar að horfa á lesbíuklám líkt og enginn sé morgundagurinn. Þannig má á mjög einfaldaðan máta lýsa grunni þáttaraðarinnar Mrs. Fletcher sem Stöð 2 sýnir þessa dagana.

Það er líka til fólk sem finnst The Irishman leiðinleg

Kvikmynd Martins Scoreseses The Irishman hefur fengið allt að því einróma lof gagnrýnenda í Bandaríkjunum, því eru væntingar áhorfenda gagnvart henni miklar. Það er Netflix sem stendur að framleiðslunni og hægt er að horfa á hana þar. Hún fór þó í kvikmyndahús og er enn sýnd í Bíó Paradís.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.