Fleiri fréttir

Ellefti sigurinn í röð hjá Sundsvall

Það er ekkert lát á góðu gengi Íslendingaliðsins Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Liðið vann sinn ellefta leik í röð í kvöld.

Hrafn: Nýja árið byrjar mjög vel

Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR var ánægður með 19 stiga sigur liðsins á Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. KR-ingar höfðu tapað tveimur útileikjum í röð og fjórum fyrstu fimm útileikjum tímabilsins en voru í heimavallargírnum í Garðabænum í kvöld.

Teitur: Erfitt að lenda á móti KR-ingunum á svona degi

Stjörnumenn töpuðu með 19 stigum á heimavelli á móti KR í Iceland Express deild karla í kvöld. Liðið lenti 22 stigum undir í upphafi leiksins, vann sig inn í leikinn aftur en hafði síðan ekki orku í lokasprettinn og missti því KR-inga aftur frá sér sem unnu 95-76.

Kobe vinsælastur í vali á Stjörnuliðunum

Aðdáendur NBA-deildarinnar kjósa þessa dagana liðin fyrir Stjörnuleikinn. Kobe Bryant er sem fyrr vinsæll og hefur fengið flest atkvæði allra leikmanna í deildinni.

TCU hóf deildakeppnina með sigri

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU unnu í nótt góðan sigur á San Diego State í fyrsta leik liðanna í Mountain West-deildinni, 49-47.

NBA í nótt: Lakers vann Detroit

LA Lakers vann í nótt fínan sigur á Detroit í NBA-deildinni í körfubolta, 108-83, eftir heldur misjafnt gengi að undanförnu.

KR nálægt því að leggja Hamar

Jaleesa Butler hélt upp á það í kvöld að vera valinn besti leikmaður fyrri hluta Iceland Express-deildar kvenna með því að klára KR. Hamar því búið að vinna 12 leiki í röð í deildinni.

Tíu sigurleikir í röð hjá Sundsvall

Íslendingaliðið Sundsvall Dragons er hreinlega óstöðvandi í sænska körfuboltanum en liðið vann sinn tíunda leik í röð í kvöld þegar Örebro kom í heimsókn.

Ingi Þór: Stefnan að halda toppsætinu

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Snæfells, var í dag valinn besti þjálfari fyrri hluta Iceland Express-deildar karla.

Snæfell fær sterkan útlending

Kvennalið Snæfells í körfubolta hefur fengið mikinn liðsstyrk því hin firnasterka Monique Martins er búin að semja við félagið.

Butler og Pavel best

Í dag var tilkynnt hverjir skipuðu lið fyrstu ellefu umferðanna í Iceland Express-deildum karla og kvenna.

Grindavík nælir í fyrrum NBA-leikmann

Karlalið Grindavíkur í Iceland Express-deildinni mun mæta til leiks á nýju ári með nýjan Kana en Jeremy Kelly hefur verið sendur heim. Kelly meiddist í leiknum gegn Keflavík fyrir jól og er ekki búinn að jafna sig.

Góður sigur hjá Helenu og félögum

Helena Sverrisdóttir átti góðan leik þegar að lið hennar í bandaríska háskólaboltanum, TCU, vann góðan sigur á sterku liði Oklahoma í nótt, 76-69.

Jón Arnór: Ég hélt að krossböndin hefðu farið hjá mér

Jón Arnór Stefánsson meiddist illa á hné í síðasta leik CB Granada á árinu og mun af þeim sökum missa af tveimur fyrstu mánuðum ársins 2011. Jón Arnór spilar stórt hlutverki í liðinu, sem sést vel á því að liðið steinlá með 27 stiga mun og skoraði aðeins 57 stig í fyrsta leiknum án hans í gær.

Hlynur hitti úr 62 prósent skota sinna í desember

Hlynur Bæringsson átti ótrúlegan desember-mánuð með sænska körfuboltaliðinu Sundsvall Dragons og átti mikinn þátt í því að liðið vann alla sex leiki sína í mánuðinum. Sundsvall Dragons er nú komið upp að hlið LF Basket í efsta sæti deildarinnar eftir níu sigurleiki í röð.

NBA: Miami vann upp 20 stiga forskot og óheppnin eltir Dallas

Miami Heat vann sinn sautjánda sigur í síðustu átján leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir að lenda 20 stigum undir á móti Golden State Warriors. Dallas Mavericks tapar enn án Dirk Nowitzki og liðið missti annan byrjunarliðsmann í meiðsli í nótt þegar Caron Butler meiddist. San Antonio Spurs og Chicago eru bæði áfram á mikilli siglingu.

LeBron James að pæla í því að taka þátt í troðslukeppninni

LeBron James vill endilega fá að taka þátt í troðslukeppninni í Stjörnuleiknum í Los Angeles í næsta mánuði en hann er bara hræddur um að það sé ekki skynsamlegt. James er einn af bestu "troðurum" deildarinnar en hefur ekki verið með áður í troðslukeppni Stjörnuleiksins.

KR-ingar Reykjavíkurmeistarar í körfunni og það án Pavels

KR-ingar tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í körfubolta með sjö stiga sigri á Fjölni í Grafarvogi fyrir áramót. KR-ingar unnu úrslitaleikinn án leikstjórnanda síns Pavels Ermolinskij sem var búinn að lofa sér í góðgerðaleik í Borgarnesi. Þetta kom fram á karfan.is

Kobe getur alveg troðið eins og ungu strákarnir - myndband

Kobe Bryant átti fínan leik í nótt þegar Los Angeles Lakers vann 102-98 sigur á Philadelphia 76ers og endaði með því tveggja leikja taphrinu á heimavelli sínum. Kobe var með 33 stig á 35 mínútum í leiknum og nýtt skotin sín vel.

NBA: New Orleans vann í Boston og Lakers marði Philadelphia

Boston Celtics tapaði sínum þriðja leik af síðustu fjórum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar New Orleans Hornets sótti sigur í Boston. Hornets-liðið hafði aðeins unnið einn útisigur í tíu leikjum þar á undan. Los Angeles Lakers rétt marði Philadelphia 76ers á heimavelli og Chicago Bulls vann í tólfta sinn í síðustu fjórtán leikjum.

Sjá næstu 50 fréttir