Fleiri fréttir

NBA: Cleveland og Lakers töpuðu

Þrír leikir voru í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Chicago Bulls vann Cleveland Cavaliers, Denver Nuggets vann Los Angeles Lakers og Sacramento Kings lagði LA Clippes.

Sigurður: Menn lögðu sig ekki fram

„Þetta var bara lélegt. Það hafði enginn fyrir hlutunum hjá okkur, þegar menn leggja ekki sig fram þá er þetta ekki erfitt heldur bara lélegt,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir tapið á heimavelli gegn Keflavík.

Guðjón: Við spiluðum andskoti vel

„Þetta var mjög flott. Dúndurvörn hjá okkur náði að skapa þetta forskot sem við náðum," sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, eftir stórsigur liðsins í Njarðvík.

Nelson náði einstökum áfanga í nótt

Sigur Golden State á Minnesota í nótt var sögulegur í meira lagi því með sigrinum varð Don Nelson, eða Nellie eins og hann er kallaður, sigursælasti þjálfari allra tíma í NBA-deildinni.

Páll: Við höfum fengið allskonar gagnrýni síðustu daga

KR-ingar voru í miklu stuði allir sem einn í 19 stiga sigri liðins á Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld. í öðrum leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Þjálfarinn Páll Kolbeinsson var líka ánægður með sína menn.

Umfjöllun: KR-ingar svöruðu fyrir sig í Hólminum

KR-ingar jöfnuðu undanúrslitaeinvígið á móti Snæfelli með sannfærandi 19 stiga sigri á Snæfelli, 88-107, í Stykkishólmi í kvöld. KR-liðið sýndi nú sitt rétt andlit eftir afleitan fyrsta leik en heimamenn hittu ekki aðeins illa heldur létu mala sig í fráköstunum.

Skarphéðinn: Búinn að vera ferskur á bekknum að bíða eftir tækifæri

Skarphéðinn Freyr Ingason hefur lifað tímanna tvenna með KR-ingum og er einn af þeim leikmönnum sem hafa verið með í báðum Íslandsmeistaraliðum félagsins síðustu þrjú ár. Skarphéðinn átti flotta innkomu í KR-liðið í 19 stiga sigri á Snæfelli í Hólminum í kvöld eftir að hafa fengið ekkert að spila í fyrsta leiknum.

Tommy fékk að ráða því hvort hann kæmi með í Hólminn

KR-ingurinn Tommy Johnson átti sinn langbesta leik í langan tíma þegar KR-ingar unnu 19 stiga sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld. Tommy hafði aðeins skorað 11 stig í fyrstu þremur leikjum KR í úrslitkeppninni en skoraði 18 stig í kvöld. Tommy setti meðal annars niður 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum.

Ingi Þór: Þeir svöruðu vel í dag enda með frábært lið

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, þurfti að horfa upp á sína menn tapa með 19 stigum fyrir KR á heimavelli sínum í Hólminum í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell gat komist í 2-0 í einvíginu og þar með í algjöra lykilstöðu en nú er staðan orðin 1-1 og KR er aftur komið með heimavallarréttinn.

Sjötta kvennaliðið til þess að breyta silfri í gull

Kvennalið KR varð í gær sjötta kvennaliðið sem nær því að breyta silfurverðlaunum frá árinu áður í gull árið eftir. KR-konur unnu þá 84-79 sigur á Hamar í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna.

Metið hennar Olgu Færseth lifði af áhlaup Unnar Töru

KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir átti frábær lokaúrslit þegar KR-konur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni. Unnur Tara skoraði 20 af 27 stigum sínum í seinni hálfleik í oddaleiknum og var á endanum aðeins einu stigi frá því að jafna metið yfir flest stig skoruð í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil kvenna.

Pavel horfir á þátt um geimverur fyrir leik

„Ég er bara að slaka á fyrir leikinn. Það er nauðsynlegt að safna kröftum og vera ferskur í kvöld. Ég reif mig upp rúmlega tíu og borða svo pasta og kjúkling á eftir. Eldað á einfaldan hátt," sagði KR-ingurinn Pavel Ermolinskij við Vísi en hann var að hafa það náðugt á Akranesi hjá móður sinni og mun svo hitta félaga sína í KR-liðinu í Borganesi á eftir.

Fögnuður KR-stúlkna - myndir

KR varð Íslandsmeistari í Iceland Express-deild kvenna í gær eftir spennuþrunginn oddaleik í DHL-höllinni.

NBA: Ótrúlegur leikur hjá Utah og Oklahoma

Leikur Oklahoma og Utah í nótt snérist upp í einvígi Kevin Durant og Deron Williams. Báðir tóku síðan lokaskot sinna liða í ótrúlegum leik. Williams hitti en Durant ekki og því vann Utah.

Kristrún: Stolt í svona liði

„Það er ekki hægt að segja neitt annað en maður er stoltur að vera í svona liði. Þetta voru flottir leikir og flottar viðureignir á móti Keflavík en við vorum bara óheppnar að þetta datt ekki með okkur í dag," sagði Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Hamars, eftir tap gegn KR í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.

Unnur Tara: Betra liðið tók þetta að lokum

„Þetta er ólýsanlegt. Ég er mjög ánægð hvernig við komum til baka í þriðja leikhluta og æðislegt að klára þetta dæmi hér í kvöld," sagði Unnur Tara Jónsdóttir, leikmaður KR, eftir að KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna.

Jackson sektaður fyrir að gagnrýna dómara

Hinn goðsagnakenndi þjálfari LA Lakers, Phil Jackson, var allt annað en sáttur við dómara leiks síns liðs og San Antonio um helgina og lét þá heyra það eftir leikinn.

Julia Demirer og Unnur Tara efstar eftir fyrstu fjóra leikina

KR og Hamar leika í kvöld hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni þegar oddaleikur liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna fer fram. Leikurinn fer fram í DHL-höllinni í Frostaskjóli og hefst klukkan 19.15.

1-0 fyrir Snæfell - myndir

Bekkurinn var þétt setinn og mikil stemning í DHL-höllinni í gær þegar KR og Snæfell mættust í fyrsta leik sínum í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla.

Brynjar: Við vinnum í Hólminum

„Þeir hitta svakalega vel hér í kvöld á meðan við klúðrum meðal annars tveimur troðslum. Það er kannski lýsandi fyrir leikinn í kvöld," sagði KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson eftir tapið gegn Snæfelli í kvöld.

Snæfell skellti KR í Vesturbænum

Snæfell er komið með yfirhöndina í undanúrslitaeinvíginu gegn KR eftir magnaðan útisigur í Vesturbænum í kvöld, 84-102.

Arenas fer í alvöru fangelsi í tvo daga

Mörgum þótti körfuboltakappinn Gilbert Arenas sleppa vel með 30 daga dóm í lágmarksöryggisfangelsi, í ætt við Kvíabryggju, fyrir að koma með byssur í búningsklefa Washington Wizards.

Einvígi Keflavíkur og Njarðvíkur: Hafa alltaf náð að hefna árið eftir

Nágrannaliðin Keflavík og Njarðvík hefja í kvöld undanúrslitaeinvígi sitt í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Liðin mættust í átta liða úrslitunum í fyrra og þá vann Keflavík 2-0. Keflavík er einnig með heimavallarréttinn í ár og hefst fyrsti leikurinn í Toyota-höllinni klukkan 19.15 í kvöld.

Troðslan sem kostaði Andrew Bogut úrslitakeppnina - myndband

Andrew Bogut, ástralski miðherjinn hjá Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta, verður líklega ekkert meira með liði sínu á tímabilinu eftir að hann meiddist illa í leik á móti Phoenix Suns í fyrrinótt. Bogut lenti illa á hendinni eftir að hafa skorað úr hraðaupphlaups-troðslu í öðrum leikhluta.

Forskot tekið á úrslitakeppnina í kvöld þegar Boston vann Cleveland

Ray Allen var í miklu stuði þegar Boston Celtics vann 117-113 sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld en hann skoraði 33 stig þar af setti hann niður mikilvægan þrist 48 sekúndum fyrir leikslok. Það var hart tekist á í leiknum og það má segja að liðin hafi þarna tekið forskot á úrslitakeppnina sem hefst seinna í mánuðinum.

Naumt tap á útivelli hjá Jóni Arnóri

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada urðu að sætta sig við eins stigs tap á útivelli á móti Caja Laboral, 69-70, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Jón Arnór skoraði 6 stig í leiknum.

Flugvél með NBA-liðinu Miami Heat innanborðs þurfti að nauðlenda

Liðsmenn NBA-liðsins Miami Heat lentu í óskemmtilegri lífsreynslu í nótt á leiðinni heim frá 97-84 sigurleik á móti Minnesota Timberwolves. Starfsmaður vélarinnar missti þá meðvitund og af þeim sökum varð að nauðlenda vélinni á O’Hare International Airport í Chicago.

Duke og Butler mætast í úrslitaleiknum í NCAA-deildinni

Duke og Butler tryggðu sér sæti í úrslitaleik NCAA háskólaboltans í nótt en þá fóru fram undanúrslitaleikirnir í fram í Lucas Oil-leikvanginum í Indianapolis í Indiana. Butler er komið í fyrsta sinn í úrslitaleikinn eftir 52-50 sigur á Michigan State en Duke vann sannfærandi 78-57 sigur á West Virginia og er komið í úrslitaleikinn í tíunda sinn.

NBA: Oklahoma City vann Dallas og tryggði sig inn í úrslitakeppnina

Ungu strákarnir í Oklahoma City Thunder hafa vakið mikla hrifningu fyrir frammistöðu sína í NBA-deildinni í vetur og í nótt tryggði liðið sér sæti í úrslitakeppninni með 121-116 útisigri á Dallas Mavericks. Oklahoma City er þegar búið að tvöfalda sigra sína frá því á síðasta tímabili þegar liðið vann aðeins 23 leiki.

Ágúst: Besti körfuboltaleikurinn í úrslitaeinvíginu

Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, var ánægður eftir 81-75 sigur sinna stelpna í fjórða leik úrslitaeinvígisins á móti með KR í Hveragerði í gær en með honum tryggði Hamarsliðið sér oddaleik.

Sjá næstu 50 fréttir