Fleiri fréttir

Shaq fer í aðgerð í dag

Cleveland Cavaliers þarf líklega að þrauka fram að úrslitakeppni án Shaquille O´Neal en Shaq fer í aðgerð á þumalputta í dag.

NBA: Lakers lagði Denver

Það var mikið talað um að LA Lakers hefði sent skýr skilaboð í gær með því að leggja Denver af velli. Kobe Bryant, leikmaður Lakers, leit þó aðeins á sigurinn sem enn einn sigurinn.

IE-deild karla: KR enn á toppnum

Þeir Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson fóru hamförum í liði KR þegar KR-ingar völtuðu yfir Hamar í Hveragerði.

IE-deild karla: Þrír leikir á dagskrá í kvöld

Toppbaráttuliðin KR, Keflavík og Njarðvík verða öll í eldlínunni í kvöld í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Íslandsmeistarar KR heimsækja Hamar í Hveragerði en með í för er Morgan Lewis, nýi Kani Vesturbæinga og því spennandi að sjá hvernig hann mætir til leiks.

Mountain Dew-fíkli meinað að tyggja rör

Caron Butler, leikmaður Dallas Mavericks, hefur þann sérstaka ávana að tyggja rör á meðan hann spilar körfubolta. Það má ekkert í NBA lengur því deildin hefur nú tekið fyrir þennan sérstaka sið leikmannsins. Honum hefur verið skipað að skilja rörin eftir heima.

Fannar: Áttum að vinna þennan leik

„Við vorum betri framan af en förum í einstaklingsframtök og eitthvað helvítis kjaftæði í lokin," sagði Fannar Helgason, leikmaður Stjörnunnar eftir tapið gegn Grindavík í kvöld.

Friðrik: Eitt hænufet í einu

Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindvíkinga, var ánægður með sína menn sem náðu í bæði stigin gegn Stjörnunni í kvöld.

IE-deild kvenna: Hamar vann deildarmeistarana í DHL-Höllinni

Hún var súrsæt stemningin hjá körfuboltaliði KR í kvöld. Liðið fékk afhentan bikarinn fyrir sigur í deildinni eftir að liðið tapaði á móti Hamar, 69-72. Þetta var aðeins annað deildartap KR í vetur í nítján leikjum en liðið var búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir nokkru síðan.

Bryant: Þetta er alltaf jafn sætt

Kobe Bryant sneri aftur í lið LA Lakers í nótt eftir að hafa misst af fimm leikjum vegna ökklameiðsla og lét heldur betur til sín taka.

Kobe: Ég er klár í slaginn

Kobe Bryant mun í nótt spila sinn fyrsta körfuboltaleik fyrir LA Lakers síðan 5. febrúar. Átján daga hvíldin hefur skilað sínu og Kobe segist vera klár í bátana.

NBA-deildin: Atlanta vann langþráðan sigur gegn Utah

Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt þar sem hæst bar langþráður 100-105 sigur Atlanta Hawks gegn Utah Jazz á útivelli. Atlanta hafði ekki unnið í Salt Lake City í sautján ár eða síðan árið 1993 og biðin því orðin ansi löng.

Iverson líklega hættur aftur

Endurkomu Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers virðist vera lokið. Samkvæmt heimildum Sports Illustrated er Iverson hættur hjá félaginu til þess að vera hjá dóttur sinni.

Þriðja tap Cleveland í röð - lengsta taphrinan í tvö ár

Það gengur ekkert hjá Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta þessa daganna en liðið tapaði þriðja leik sínum í röð í kvöld þegar liðið lá 101-95 fyrir Orlando Magic. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem LeBron James og félagar tapa þremur leikjum í röð.

Snæfellingar bikarmeistarar í dag - myndaveisla

Ljósmyndarinn Daníel Rúnarsson var í Laugardalshöllinni í dag þegar Snæfellingar tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í annað skiptið á þremur árum með 92-81 sigri á Grindavík í úrslitaleiknum.

Haukakonur bikarmeistarar í dag - myndaveisla

Ljósmyndarinn Daníel Rúnarsson var í Laugardalshöllinni í dag þegar Haukakonur tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í fimmta sinn með 83-77 sigri á Keflavík í úrslitaleiknum.

Hlynur: Það þarf lið til þess að stoppa svona menn

Hlynur Bæringsson lyfti bikarnum í annað skiptið á þremur árum eftir 92-81 sigur á Grindavík í úrslitaleik Subwaybikars karla í Laugardalshöllinni í dag. Hlynur var með 10 stig og 19 fráköst í leiknum.

Þorleifur: Það voru allir að klikka hjá okkur í dag

„Við gerðum ekki það sem við lögðum upp með og þess vegna er þetta mjög svekkjandi. Maður getur aldrei verið sáttur með að tapa þegar frammistaðan er ekki betri en hún var í þessum leik," sagði Grindvíkingurinn Þorleifur Ólafsson eftir 81-92 tap fyrir Snæfelli í úrslitaleik Subwaybikars karla í dag.

Hlynur Bærings: Bæði lið með stórt vopnabúr

Eftir að Snæfell lagði Keflavík í undanúrslitum sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, að hann vildi fá ÍR í úrslitaleiknum. Honum varð ekki að ósk sinni því Grindavík verður mótherjinn í Laugardalshöllinni í dag.

Telma, fyrirliði Hauka: Þetta var alveg geggjað

Telma Björk Fjalarsdóttir, fyrirliði Hauka, var ótrúleg í fráköstunum í seinni hálfleik í 83-77 sigri Hauka á Keflavík í bikarúrslitaleik kvenna í körfubolta í Laugardalshöllinni í dag. Telma tók ellefu fráköst þar af átta þeirra í sókn auk þess að skora tíu stig.

Jón Halldór: Mínar stelpur vildu bara ekki vinna þennan leik

Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var afar svekktur í leikslok eftir þriðja bikarsilfrið á fjórum árum. Keflavík tapaði einnig bikarúrslitaleiknum 2007 og 2009 undir hans stjórn og þetta er eini titilinn sem hann á eftir að vinna með kvennaliðinu.

Snæfellingar þremur stigum yfir í hálfleik

Snæfell er þremur stigum yfir á móti Grindavík, 44-41, í hálfleik á úrslitaleik karla í Subwaybikar karla í Laugardalshöllinni. Leikurinn hefur haldist jafn allan hálfleikinn en Snæfell náði frumkvæðinu með því að skora þrettán stig í röð um miðjan annan leikhluta og komast með því í 36-30.

Snæfellingar bikarmeistarar í annað skiptið á þremur árum

Snæfell tryggði sér sigur í Subwaybikar karla með ellefu stiga sigri á Grindavík, 92-81, í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í dag. Snæfell var með frumkvæðið allan tímann eftir að liðið skoraði þrettán stig í röð í öðrum leikhluta.

Haukakonur bikarmeistarar í fimmta skiptið

Haukakonur tryggðu sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með 83-77 sigri á Keflavík í úrslitaleik Subwaybikars kvenna í Laugardalshöllinni í dag. Keflavík var talið sigurstranglegra fyrir leikinn en þær áttu ekki svör við baráttuglöðm Haukakonum.

Heather Ezell: Vonandi getum við spilað okkar besta leik

Heather Ezell hefur átt frábært tímabil með Haukum og er að mati margra besti leikmaður Iceland Express deildar kvenna. Ezell og félagar hennar í Haukum spila til úrslita í Subwaybikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag.

Birna: Það má ekki vanmeta þær í eina sekúndu

Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkurliðsins, er ekki að mæta í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni. Hún hefur spilað sjö bikarúrslitaleiki og orðið bikarmeistari þrisvar sinnum.

NBA: Skelfileg frumraun hjá Jamison og Cleveland tapaði aftur

Cleveland Cavaliers tapaði sínum öðrum leik í röð í nótt þegar liðið lá 93-110 á útivelli á móti Charlotte Bobcats. Antawn Jamison lék sinn fyrsta leik með toppliði NBA-deildarinnar en átti skelfilegan dag, klikkaði á öllum tólf skotum sínu, var blokkaður fimm sinnum og skaut tveimur loftboltum.

Haukakonur einu stigi yfir í hálfleik á móti Keflavík

Lið Hauka og Keflavíkur hafa skipt ítrekað á að hafa forustuna í úrslitaleik Subwaybikars kvenna í Laugardalshöllinni í dag. Haukar eru með eins stigs forustu í hálfleik, 46-45, eftir að Keflavík var einu stigi eftir fyrsta leikhlutann, 19-20.

Jakob með tólf stig í tapi gegn toppliðinu í Svíþjóð

Jakob Sigurðarson og félagar hans í Sundsvall töpuðu 75-99 gegn Norrköping í sænska körfuboltanum í kvöld. Jakob skoraði tólf stig, tók þrjú fráköst og átti þrjár stoðsendingar á þrjátíu og tveimur mínútum í leiknum og var næst stigahæstur hjá Sundsvall.

NBA: Toppliðin töpuðu bæði - Denver endaði sigurgöngu Cleveland

Carmelo Anthony og félagar í Denver Nuggets enduðu þrettán leikja sigurgöngu Cleveland Cavaliers með 118-116 sigri í frábærum framlengdum leik liðanna í Cleveland í nótt en Cleveland er með besta árangur allra liða í NBA-deildinni í körfubolta. Topplið Vesturdeildarinnar, Los Angeles Lakers, tapaði einnig þegar Boston vann 87-86 sigur í Staples Center.

Nýi KR-kaninn æfði um tíma með Detroit Pistons í sumar

Íslandsmeistarar KR hafa fundið eftirmann Semaj Inge því liðið er búið að semja við Morgan Lewis sem varð síðasta vetur meistari með Findlay-háskólanum í annari deild bandaríska háskólaboltans. Þetta kemur fram á heimsíðu KR.

NBA-skipti: Antawn Jamison fór til Cleveland en ekki Stoudemire

Cleveland Cavaliers fékk í nótt Antawn Jamison frá Washington Wizards þegar þrjú NBA-lið skiptu á milli sín leikmönnum. Drew Gooden fer til Los Angeles Clippers og Zydrunas Ilgauskas fer til Washington Wizards auk valréttar og réttinum fyrir Emir Preldzic. Cleveland fékk einnig Sebastian Telfair frá Clippers í þessum skiptum.

Sjá næstu 50 fréttir