Fleiri fréttir

NBA: Kobe kláraði Knicks

Fyrir nákvæmlega fjórum árum skoraði Kobe Bryant 81 stig gegn Toronto. Hann jafnaði ekki þann árangur gegn Knicks í nótt en tók engu að síður yfir leikinn og sá til þess að Lakers ynni með því að skora 22 stig í síðari hálfleik en hann var alls með 27 stig í leiknum.

Iverson byrjar í Stjörnuleiknum

Allen Iverson verður í byrjunarliði í Stjörnuleiknum. Hann er enn vinsæll og stuðningsmenn kusu hann í liðið þó svo hann hafi aðeins leikið 19 leiki og aldrei verið lélegri.

NBA: Cleveland lagði meistarana

Það var sannkallaður stórleikur í NBA-deildinni í nótt þegar Cleveland tók á móti meisturum Los Angeles Lakers. Cleveland hafði betur, 93-87, en það var risasóknarfrákast frá Anderson Varejao sem gerði gæfumuninn í lokin. Hann fékk vítaskot í kjölfarið sem hann setti niður.

Helena aftur valin íþróttakona vikunnar í TCU

Helena Sverrisdóttir fékk enn eina viðurkenninguna í gær þegar hún var kosin besta íþróttakona TCU-skólans í þessari viku. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Helena fær þennan heiður.

NBA: Þriðja tap Boston í röð

Rasheed Wallace fékk misjöfn viðbrögð frá áhorfendum í Detroit er hann snéri aftur á sinn gamla heimavöll í búningi Boston Celtics.

Keflavík gulltryggði sætið í A-deildinni - burstaði Hauka

Keflavíkurkonur tryggðu sér 4. sætið og þar með sæti í A-deild með 85-65 stórsigri á Haukum í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Þetta var síðasta umferðin áður en deildinni er skipt í tvo hluta en með Keflavík í efri hlutanum verða KR, Grindavík og Hamar.

Suðurnesjaslagur í úrslitum?

Það gæti orðið Suðurnesjaslagur í úrslitum Subway-bikars karla í körfubolta en dregið var í undanúrslitin í dag.

NBA: Tímamótaleikur hjá Shaq

Leikmenn Cleveland Cavaliers hefndu í nótt fyrir tapið í annarri umferð gegn Toronto Raptors. Á þeim tíma var Cleveland-liðið enn að komast í gang en það var ekki mikill vandræðagangur á liðinu í gær.

NBA: Lakers lagði Orlando

Liðin sem spiluðu til úrslita í NBA-deildinni í fyrra, LA Lakers og Orlando Magic, mættust í nótt og niðurstaðan varð sú sama - Lakers vann.

Keflvíkingar komnir í undanúrslit Subwaybikarsins eftir stórsigur

Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Subwaybikars karla eftir tuttugu stiga sigur á nágrönnum sínum úr Njarðvík, 93-73, í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar höfðu mikla yfirburði allan leikinn og verða í pottinum ásamt Grindavík, ÍR og Snæfelli þegar dregið verður á miðvikudaginn.

Keflvíkingar að rassskella Njarðvíkinga í fyrri hálfleik

Keflvíkingar eru að fara illa með nágranna sína í Njarðvík í stórleik átta liða úrslita Subwaybikars karla í körfubolta en lið mætast í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Keflavík hefur 21 stigs forskot í hálfleik, 51-30, og er komið með annan fótinn í undanúrslitin.

Stórleikur í körfunni í kvöld

Vikan byrjar með látum í Reykjanesbæ því það verður sannkallaður stórleikur í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld.

NBA: Toronto skellti Dallas

Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Toronto lagði Dallas og Denver vann góðan sigur á Utah Jazz.

Grindavík áfram en það þarf að framlengja í Hólminum

Grindavík tryggði sér sæti í undanúrslitum Subwaybikars karla í körfubolta með 96-86 sigri á Tindastól á Sauðárkróki í kvöld. Grindavík er því komið áfram eins og ÍR en það þurfti hinsvegar að framlengja leik Snæfells og Fjölnis í Stykkishólmi.

Keflavíkurkonur slógu út KR-banana í Hamar

Keflavíkurkonur tryggðu sér sæti í undanúrslitum Subwaybikars kvenna í körfubolta þegar þær unnu sextán stiga sigur á KR-bönunum í Hamri, 86-72, í Toyota-höllinni í Keflavík. Keflavík hafði örugga forustu allan leikinn og sigur liðsins var aldrei í hættu.

ÍR-ingar fyrstir liða inn í undanúrslitin

ÍR tryggði sér sæti í undanúrslitum Subwaybikars karla með því að vinna sjö stiga sigur á Breiðabliki, 87-94, í Smáranum í Kópavogi í dag. Michael Jefferson skoraði 28 stig og gaf 7 stoðsendingar í liði ÍR.

Julia Demirer lent á Íslandi og komin með leikheimild

Julia Demirer verður með Hamar á móti Keflavík í átta liða úrslitum Subwaybikars kvenna í körfubolta í kvöld en liðin mætast í Toyota-höllinni í Keflavík klukkan 19.15. Julia Demirer lenti á Íslandi í gær og er komin með öll leyfi hjá KKÍ.

Jón Arnór stigahæstur í tapleik hjá CB Granada

Jón Arnór Stefánsson átti fínan leik með CB Granada í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag en það dugði þó ekki til sigurs því CB Granada tapaði með tólf stigum á heimavelli fyrir Bilbao, 66-78.

Helena og félagar í TCU skelltu toppliðinu

Helena Sverrisdóttir átti góðan leik þegar TCU vann 80-63 sigur á San Diego State í Mountain West deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt. Helena var með 22 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum.

Lakers endurheimti Gasol og náði góðri hefnd gegn Clippers

Kobe Bryant skoraði 30 stig í 40 stiga sigri Los Angeles Lakers á nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers, 126-86, í NBA-deildinni í nótt. Clippers vann leik liðanna í dögunum en Lakers hefndi með því að vinna stærsta sigur sinn á Clippers síðan í litla liðið í Los Angeles flutti í Staples Center 1994.

Arenas játar sekt sína

Körfuboltakappinn Gilbert Arenas hjá Washington Wizards játaði sekt sína fyrir framan dómara í dag. Hann er sakaður um að hafa borið skotvopn án þess að hafa tilskilin leyfi. Byssuna var hann með í búningsklefa Wizards. Reyndar var hann með fjórar byssur í skápnum sínum.

Hörður Axel: Allt gekk upp

Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, sagði allt hafa gengið upp hjá sínum mönnum gegn Stjörnunni í kvöld.

Ægir Þór fyrstur Íslendinga til að ná 30-10 tvennu í vetur

Ægir Þór Steinarsson, 18 ára leikstjórnandi Fjölnisliðsins, átti frábæran leik með liði sínu í óvæntum 111-109 sigri á Grindavík í framlengdum leik í Röstinni í Grindavík í Iceland Express deild karla í körfubolta í gærkvöldi.

Hamar þriðja kvennaliðið til að bæta við sig erlendum leikmanni

Það er ljóst að samkeppnin er að harðna í Iceland Express deild kvenna eftir að þrjú af átta liðum deildarinnar hafa bætt við sig erlendum leikmanni á síðustu vikum. Hamar hefur nú bæst í hóp með Haukum og Grindavík því Julia Demirer er á leiðinni aftur til liðsins.

Nýliði hjá Utah tryggði liðinu sigur á Cleveland í nótt

Nýliðinn Sundiata Gaines tryggði Utah Jazz 97-96 sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en leikið var á Salt Lake City. Gaines skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti um leið og klukkan rann út en þetta var fyrsta þriggja stiga karfan hans á NBA-ferlinum.

Hattarmenn bæta við sig tveimur erlendum mönnum fyrir kvöldið

1. deildarlið Hattar hefur styrkt sig fyrir seinni hluta tímabilsins en Bandaríkskur bakvörður og pólskur miðherji hafa gert tveggja mánaða samning við félagið. Höttur mætir Þór Akureyri á heimavelli í kvöld í mikilvægum leik í neðri hluta 1. deildarinnar.

Er Heather Ezell að senda valnefndinni skilaboð?

Heather Ezell, bandaríski leikstjórnandinn hjá Haukum, hefur átt frábært tímabil með liðinu en var engu að síður ekki kosin besti leikmaður fyrri hlutans í Iceland Express deild kvenna. Miðað við frammistöðu hennar í fyrstu tveimur leikjunum á nýju ári er eins og hún sé að senda valnefnd KKÍ smá skilaboð.

Pistill Jóhannesar Kristbjörnssonar: Áhyggjuhrukkurnar hurfu fljótt

Njarðvíkingurinn Jóhannes Kristbjörnsson er skemmtilegur penni og það er gaman að lesa greinar hans um leiki Njarðvíkurliðsins á heimasíðu félagsins. Jóhannes var á leik Njarðvíkur og ÍR á mánudagskvöldið og hefur í framhaldinu skilað enn einum snilldarpistlinum inn á umfn.is.

Joanna Skiba kemur aftur til Grindavíkur

Grindavíkurkonur hafa bætt við sig erlendum leikmanni en bandaríski leikstjórnandinn Joanna Skiba sem er með pólskt vegabréf mun snúa aftur til Grindavíkur þar sem hún lék veturinn 2007-08. Þetta kom fyrst fram á karfan.is.

Endar Chris Bosh tímabilið í búningi Lakers?

Samingur Chris Bosh við Toronto Raptors rennur út í sumar og er hann einn af feitustu bitunum á markaðnum í NBA-deildinni en bæði LeBron James og Dwyane Wade eru einnig með lausa samninga í sumar. Bosh hefur gefið það út að hann ætli ekki að vera áfram hjá Toronto.

Boston tapaði í þriðja sinn fyrir Atlanta á tímabilinu

Boston Celtics gengur afar illa með Atlanta Hawks í NBA-deildinni í körfubolta í vetur því liðið tapaði í þriðja sinn fyrir Hawks í nótt. Boston hefur aðeins tapað samtals tíu leikjum á tímabilinu og því hafa 3 af 10 töpum liðsins komið á móti Atlanta. Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni nótt.

Sjá næstu 50 fréttir